Skip to content

Framlag Klébergsskóla á Stóru Upplestrarkeppnina

Upplestrarkeppnin, sem nemendur í 7. bekk hafa verið að æfa sig fyrir undanfarið, var haldin á sal í morgun að viðstöddum nemendum í 4., 5. og 6. bekk. 

Dómnefndin, sem í voru Jóhanna, Sandra og Unnur, tók sér tíma eftir keppnina til að velja bestu lesarana og á meðan fengu allir þátttakendur, ásamt áhorfendum, ís. Það er gaman að geta þess að bæði keppendur og áhorfendur stóðu sig með afbrigðum vel. 

Þeir nemendur sem valdir voru sem aðalmenn eru: Hekla Sif Þráinsdóttir og Sigrún Rúnarsdóttir. Varamaður var valin Ástheiður Inga Gígja. 

Þessir nemendur munu svo taka þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin mánudaginn 15. mars n.k. kl. 16:00 – 18:00 í Grafarvogskirkju. 

Við óskum þessum efnilegu upplesurum innilega til hamingju og erum viss um að þau verði skólanum sínum til sóma á lokahátíðinni.