Skip to content

Krakkarnir í hverfinu

Föstudaginn 12. febrúar fengu nemendur í 1. og 2. bekk að sjá brúðuleikhúsið Krakkarnir í hverfinu. Krakkarnir í hverfinu er forvarnarfræðsla á vegum Blátt áfram samtakanna og fjallar um hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum. Brúðuleikhúsið er af erlendri fyrirmynd og er sett upp með það fyrir augum að vekja börn á grunnskólaaldri til vitundar um ofbeldi. Verkefnið er hluti af forvarnaráætlun skólans og er sýnt annað hvert ár. Krökkunum þótti sýningin áhugaverð og höfðu að mörgu að spyrja.