Gjafir frá Osló vinaborg Reykjavíkurborgar!

Eins og margir vita er Osló, höfuðborg Noregs, vinaborg Reykjavíkurborgar. Árlega hefur Reykjavíkurborg hlotið stórt afskorið grenitré að gjöf frá Osló, sem hefur verið komið fyrir á Austurvelli, skreytt með ljósum sem hafa verið tendruð á aðventunni. Nú hefur orðið sú breyting á að ekki var gefið tré að gjöf, heldur bækur eftir norska höfunda sem við fáum nú að njóta ásamt öðrum grunnskólum Reykjavíkurborgar.
Við þökkum Osló fyrir vinahuginn og gjafirnar.