Skip to content

Senn koma jólin

Þá er alveg að hringja í jólafrí nemenda í Klébergsskóla. Nemendur að halda stofujól  með sínum bekk og umsjónarkennara. Í gær var jólaskemmtun sem byrjaði á helgileik 1.-3. bekkjar, sem fór svo inn á yngsta stig þar sem þau dönsuðu í kringum jólatré og fengu heimsókn tveggja félaga. 4.-10. bekkur voru áfram inni í sal í skiptum hópum og fengu heimsókn annarra kunnugra félaga, þeirra Arnars, Gauta og Jakobs betur þekktir sem tiktok stjörnurnar lilcurlyhaha, lildracohaha og lilcocoboy og héldu uppi fjörinu.