Skip to content

Smákökur og kakó með rjóma!

Foreldrafélag Klébergsskóla tók sig til og bauð nemendum upp á kakó með rjóma og smákökur ýmist til að skreyta eða bara njóta. Nemendur voru himinglaðir og voru í essinu sínu að skreyta piparkökur, jólakort eða bara stofuna sína yfirleitt, ef þau þá sátu ekki bara og spiluðu og hlustuðu á jólatónlist. Nemendur Klébergsskóla þakka kærlega fyrir sig.