,,Gimsteinar á jörðunni“

Í síðustu viku áttu börnin á Bergi skemmtilega stund í útikennslustofunni. Þau fóru með vasaljósin að leita að endurskinsmerkjum sem björgunarsveitin Kjölur gaf leikskólanum. Endurskinsmerkin glitra svo fallega á jörðinni í dimmunni þegar geislinn af vasaljósunum lendir á þeim. Börnunum fannst þetta vera geimsteinar/gimsteinar á jörðinni 😊 Svo fengum við okkur kakó og piparkökur 😊