Skip to content

Barnasáttmálinn með nýuppfærða heimasíðu

Barnasáttmálinn.is sem fyrst var opnaður þann 20. nóvember 2009, hefur nú verið endurnýjaður og var birtur í núverandi mynd á degi mannréttinda barna, þann 20. nóvember 2020.

Verkefnið er styrkt af ríkisstjórn Íslands, að tillögu frá forsætisráðuneytinu og mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er vefurinn ætlaður til notkunar fyrir börn á öllum aldri.

Á vefnum er að finna verkefni fyrir þrjá aldurshópa, 6-9 ára, 10-12 ára og 13-18 ára. Verkefnin eru ætluð til notkunar við kennslu mannréttinda innan grunn- og framhaldsskóla.

Eins er að finna fræðslu fyrir fullorðna, foreldra og aðra áhugasama um Barnasáttmálann, sögu hans og innihald.