Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2020

Tveir nemendur voru tilnefndir af Klébergsskóla til íslenskuverðlauna unga fólksins  í bókmenntaborginni Reykjavík að þessu sinni. Það eru þær Hekla Sif Þráinsdóttir í 7. bekk, sem hefur tekið miklum framförum í íslensku enda sinnir hún námi sínu af alúð og gleði og hefur sýnt mikla þrautseigju. Svo er það hún Isabella Ósk Jónsdóttir  í 10. bekk, sem er tilnefnd fyrir að hafa gott vald á íslenskri tungu, fyrir að sýna fjölbreyttan orðaforða í ritunarverkefnum og fyrir að hafa gott málfar. Hún er sannfærandi í framsögn og nær einstaklega vel til áheyrenda sinna.

Venjan er að Vigdís Finnbogadóttir verndari íslenskuverðlauna unga fólksins í Bókmenntaborginni Reykjavík afhendi íslenskuverðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpunni, en sökum samkomutakmarkana sem enn eru í gildi, þurfum við að láta okkur nægja látlausari afhendingu í ár. Þær Hekla og Isabella fengu hvor um sig afhent viðurkenningarskjal hér í skólanum, bókina Ljóðaúrval með ljóðum eftir Jónas Hallgrímsson og bókamerki að auki. Við óskum þeim Heklu og Isabellu innilega til hamingju, þær uppskáru eins og til var sáð. Góðar stundir. 😉

Við látum fylgja 6 mínútna myndband sem var gert í tilefni afhendingar þessara verðlauna, í stað athafnarinnar í Hörpu eins og vant er.