Dagur gegn einelti 2020
Dagur gegn einelti var sunnudaginn 8. nóvember. Heimili og skóli frumsýndu við þetta tilefni nýtt myndband sem samtökin létu gera fyrir dag gegn einelti. Þar koma fram fyrirmyndir í samfélaginu svo sem forseti Íslands, leikarar, rithöfundar, þáttastjórnendur, íþróttamaður, sérfræðingur, ráðherra o.fl. með skilaboð gegn einelti.
Yfirskrift myndbandsins er: Dagur gegn einelti – skilaboð til þín
og þar eru persónuleg skilaboð frá fyrrnefndum fyrirmyndum sem ætluð eru áhorfandanum.