7. bekkingar hrepptu ,,Gullskóinn“

Á föstudagssamveru í dag voru úrslit átaksins ,,Göngum í skólann“ kynnt. Það var mjótt á munum en nemendur 7. bekkjar notuðu oftast virkan ferðamáta í skólann og hrepptu þar með Gullskóinn í ár.
5. bekkur tók svo við samverunni og skemmtu skólafélögum og starfsfólki og stóðu sig með glans, en þau voru einmitt bekkurinn sem varð í 2. sæti í átakinu ,,Göngum í skólann“.