Útikennsluvika – yngsta stig

Við á yngsta stiginu notuðum útikennslu meðal annars með því að kríta algengustu orðin úti á skólalóð. Síðan var gengið um lóðina og þau lesin.
Einnig fórum við í göngutúr um hverfið og tíndum helling af rifsberjum og sólberjum sem þau ætla svo að sulta í heimilisfræði.
Útikennsluvikan gekk vel hjá okkur og við enduðum svo vikuna á föstudagsgöngutúrnum okkar 😊