Fréttir frá elstu börnunum á Bergi

Í vikunni sem leið fóru elstu börn á leikskólanum með 5 bekk í Klébergsskóla í útikennslu. Það tókst mjög vel og allir skemmtu sér vel. Við erum að vinna með nærumhverfið, skoða hvað við sjáum í kringum okkur hvað hverfið okkar heitir og nánasta umhverfi. Við enduðum svo í fjörunni, fórum í bingó og lékum okkur.