Skip to content

Árlegt Ólympíuhlaup ÍSÍ í Klébergsskóla

Síðastliðinn föstudag, þann 4. september, var árlegt Ólympíuhlaup ÍSÍ haldið hér í Klébergsskóla. Þá voru nemendur hvattir til þess að hlaupa 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km og hver og einn fór á sínum eigin hraða. Hlaupið er partur af átakinu göngum í skólann sem er í gangi núna.

Þennan sólríka föstudag hlupu 100 nemendur frá 1. – 10. bekk Klébergsskóla, alls 715 km. Hlaupið var frá íþróttahúsinu og í átt að Dýjahlíð og voru tveir nemendur sem að tóku þetta á hörkunni og hlupu 12,5 km og 15 km.

Þetta var flottur dagur og nemendurnir eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir frábæran árangur og marga kílómetra.