Skip to content

Leiksýningin Bakkabræður á Klébergi

Klébergsskóli og Leikskólinn Berg býr svo vel að hafa foreldrafélag sem  stendur fyrir hinum ýmsu viðburðum fyrir börn og nemendur þessarra tveggja skóla.

Bakkabræður, leiksýning á vegum Leikhópsins Lotta, var sýndur í gær fyrir alla nemendur Klébergsskóla og elstu börn Leikskólans Berg. Þessu var kostað til með fjárstyrk sem Foreldrafélagið sótti um hjá Sumarborginni, verkefni Reykjavíkurborgar til þess meðal annars að efla mannlíf og menningu með margvíslegum hætti, svo sem  með fjölbreyttum viðburðum.

Við þökkum Foreldrafélagi Klébergsskóla og Leikskólans Berg fyrir framkvæmdina og Reykjavíkurborg – Sumarborginni fyrir framlagið.