Skip to content

92. Skólasetning Klébergsskóla

Til  foreldra nemenda í Klébergsskóla

Skólasetning Klébergsskóla verður mánudaginn 24. ágúst kl. 9:00.  Að þessu sinni verður skólasetningin frekar óhefðbundin þar sem við getum því miður ekki boðið foreldrum að koma inn í skólann samkvæmt fyrirmælum frá Skóla- og frístundasviði.

Nemendur mæta til umsjónarkennara sinna kl. 9 og eru í skólanum til kl. 10. Skólaakstur verður þennan dag.

Kennsla hefst svo kl. 8:15 þriðjudaginn 25. ágúst.
Skóladagatal Klébergsskóla er komið á vefsíðu skólans: https://klebergsskoli.is/2020/06/12/skoladagatal-2020-2021/
Þetta skólaár verða Erla og Heiðdís með umsjón með 1. – 3. bekk, Unnur verður með 4. bekk, Sandra með 5. bekk, Hugrún með 6. og 7. bekk og Linda og Lilja með umsjón í 8. – 10. bekk.  Nemendur fá öll ritföng og bækur hér í skólanum sem fyrr.

Við minnum á skráningu í frístundaheimilið Kátakot fyrir nemendur í 1. – 4. bekk á vefslóðinni https://www.vala.is/

Skráning í tónlistarskólann þarf að berast fyrir 21. ágúst í gegnum rafræna Reykjavík.  Þar fer einnig fram skráning í mötuneyti fyrir nýja nemendur og allar breytingar á fyrri áskrift.

Lagt er upp með að ekki verði nein skerðing á skóla- og frístundadegi barna á leik- og grunnskólaaldri vegna Covid-19 nema tímabundnar aðstæður krefjist þess. Þetta kallar á að hugað sé mjög vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Við munum áfram leggja áherslu á handþvott hjá nemendum og hafi börn kvef- eða flensueinkenni eiga þau ekki að koma í skóla- eða frístundastarf.
Við erum bjartsýn á farsælt skólaár og hlökkum til að starfa með ykkur þó við getum ekki boðið ykkur að koma á skólasetninguna í ár.

Góðar kveðjur,
Sigrún Anna
Skólastjóri