Skip to content

Góðar gjafir

Í vetur fengum við góðar gjafir í tilefni 90 ára afmælisins.

Foreldrafélag Klébergsskóla gaf skólanum tvær stafrænar smásjár. Hægt er að tengja þær beint við tölvu og eru þær mjög handhægar og auðveldar í notkun.

Kjósarhreppur gaf skólanum stafrænan margmiðlunarskjá sem býr yfir fjölmörgum notkunarmöguleikum.

Kvenfélag Kjósarhrepps gaf skólanum tvær stórar og öflugar spjaldtölvur, ipad Pro,  sem munu nýtast nemendum sérstaklega vel.

Við þökkum kærlega fyrir þessar góðu gjafir.