Skip to content

Skólahald í Klébergsskóla eftir páska

Samkomubannið hefur verið framlengt til 3. maí. Við gerum ráð fyrir sama fyrirkomulagi á skólastarfinu í Klébergsskóla út apríl, kennsla frá kl. 8:15-11:15 og Kátakot opið til kl. 15 fyrir þá sem þar eru á skrá. Félagsmiðstöðvarstarfið liggur niðri. Kennarar tónlistarskólans verða í sambandi við sína nemendur.

Ekki hefur verið dregið úr kröfum varðandi hópastærðir og þær ráðstafanir sem gerðar voru í upphafi varðandi samgang nemenda. Ef foreldrar taka þá ákvörðun að halda barni heima þarf að endurnýja leyfisóskir á vef skólans https://klebergsskoli.is/kleberg-3/klebergsskoli/foreldrar/leyfisumsokn/ og setja skýringu í skilaboðareitinn.

Nú er verið að útbúa mötuneytisreikninga fyrir mars en vegna óvenju flókinna útreikninga munu þeir ekki koma fyrr en í lok apríl, væntanlega með gjalddaga í byrjun maí.

Við vitum ekki á þessari stundu hvernig skólahald verður í maí og júní, við verðum áfram að taka einn dag í einu.

Við vonum að þið hafið það gott í páskafríinu.

Kærar kveðjur,

Sigrún Anna