Skip to content

Lokaúrslit Stóru upplestarkeppninnar í skólahverfi 4

Keppendur í Stóru Upplestrarkeppninni úr skólahverfi 4 sem er Kjalarnes og Grafarvogur

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grafarvogskirkju í gær. Nói og Þorsteinn kepptu fyrir hönd Klébergsskóla og stóðu sig með mikilli prýði. Í fyrsta sæti var Freyja Dís Hreinsdóttir úr Rimaskóla, í 2. sæti var Hugrún Björk Ásgeirsdóttir úr Foldaskóla og í þriðja sæti var Snævar Steffensen Valdimarsson úr Húsaskóla.

Upplestrarkeppnin er ekki ,,keppni“ í eiginlegum skilningi heldur er ætlað að viðhalda góðu íslensku máli svo allir nemendur njóti góðs af. Hún er haldin að frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Þátttaka í upplestrarkeppninni stendur öllum nemendum í 7. bekkjum landsins til boða.