Upplýsingar vegna fyrirhugaðs verkfalls starfsfólks í Sameyki

Kæru foreldrar
Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í grunnskólum og á frístundaheimilum fer í ótímabundið verkfall frá og með 9. mars hafi ekki samist fyrir þann tíma.
Ljóst er að verkfall mun hafa mikil áhrif á skólastarf og má gera ráð fyrir að ekki sé hægt að halda úti skólastarfi án þessara starfsmanna og í óræstu húsnæði.
Ákvörðun um lokun er á hendi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að undangenginni úttekt heilbrigðiseftirlits.
Ef af fyrirhuguðu verkfalli verður mun ég opna skólann kl. 8:00 á mánudaginn (ekki kl. 7:45 eins og venjulega). Kennsla hefst kl. 8:15 og stendur til kl. 11:15 en þá líkur allri kennslu og skólarúturnar keyra heim.
Nemendur þurfa að koma með hollt morgunnesti en taka allar umbúðir aftur heim.
Við tökum bara einn dag í einu og upplýsingar um þriðjudaginn koma í lok mánudags.
Með kveðju,
Sigrún Anna