Samvera á sal í umsjón 5.-6. bekkja

Nemendur 5. og 6. bekkjar sáu um samveru á sal í morgun sem er mánaðarlegur viðburður í skólastarfinu þetta skólaárið.
Þau höfðu eitt og annað fram að færa, dans, upplestur, dönskuverkefni og söng. Þau komu vel æfð og nemendur sem og starfsfólk hafði gaman að.