Skip to content

Öskudagsfjör

Eins og tilheyrir gerðum við okkur glaðan dag á öskudaginn í Klébergsskóla. Flestir tóku hlutverk sitt alvarlega og skelltu sér í eitthvert gervi. Dagurinn var fallegur og skemmtilegur og gaman að sjá allar þær mögulegu útfærslur á búningum og dulargervi sem bæði nemendur og starfsfólk fór í.

Í íþróttahúsinu var svo kötturinn sleginn úr tunninni og voru það þær Arndís í 10. bekk og Rakel í 3. bekk sem slógu lokahöggið á hvora „tunnuna“ fyrir sig og hlutu köttinn í „sekknum“ að launum.