Skip to content

Krakkar með krökkum – Gegn einelti

Krakkar með krökkum – Fræðsla fyrir foreldra og starfsfólk 5. mars 2020

Verkefnið Krakkar með krökkum er yfirskrift verkefnis gegn einelti sem Heimili og skóli og SAFT vinna í samstarfi við söng- og leikkonuna Sölku Sól Eyfeld og Vöndu Sigurgeirsdóttur í KVAN. Klébergsskóli er einn af fáum grunnskólum sem tekur þátt í verkefninu að þessu sinni. Nemendur í 9. bekk fá fyrirlestur frá Sölku Sól þar sem hún ræðir um eigin upplifun af einelti. Í framhaldinu munu nemendur fá fá fræðslu og þjálfun í að kenna krökkum á miðstigi um samskipti og góðan bekkjaranda.

Öllum foreldrum og starfsfólki Klébergsskóla er boðið á erindi fimmtudagskvöldið 5. mars kl: 18:00 – 19:30 þar sem Salka Sól kemur ásamt aðilum frá Heimili og skóla og KVAN.

Við hvetjum alla foreldra til að mæta svo að verkefnið gangi sem best.