Lengi von á einum!

Kjósarhreppur færði Klébergsskóla veglega afmælisgjöf
Í dag barst Klébergsskóla vegleg afmælisgjöf frá Kjósarhreppi í tilefni 90 ára afmælisins í október. Þeir nemendur skólans sem koma úr Kjósarhreppi afhendu Sigrúnu Önnu skólastjóra gjöfina ásamt oddvita sveitarstjórnar Kjósarhrepps, Karli Magnúsi Kristjánssyni og Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur umsjónaraðila fræðslumála. Gjöfin er gjafabréf sem verður notað til kaupa á stórum margmiðlunarskjá sem nýtist í skólastarfinu. Skólinn á einn slíkan skjá fyrir og verður því hægt að hafa slíkan skjá á báðum hæðum.
Við búum vel að þjóna tveimur sveitarfélögum!
Við kunnum öllum í Kjósarhreppi bestu þakkir!