Undirbúningur fyrir haustannarviðtöl hafinn!
Nú er haustönn 2019-2020 lokið í Klébergsskóla og undirbúningur viðtala í fullum gangi, en vitnisburður haustannar verður afhentur nemendum og foreldrum þeirra mánudaginn 10. febrúar 2020. Foreldrar geta sent inn óskir um fundartíma til og með föstudagsins 24. janúar. Fyrstir koma fyrstir fá. Það eru oft margir sem óska eftir tímum snemma en reynt verður að taka tillit til allra beiðna. Vinsamlegast sendið beiðnir um vissan viðtalstíma á netfangið klebergsskoli@rvkskolar.is