Skip to content

Röskun á skólastarfi 10. desember – Óveður og Vegalokanir

(English below)

Vegna slæmrar veðurspár (appelsínugul viðvörun) er ljóst að skólahald mun raskast verulega á morgun, þriðjudaginn 10. desember. Við munum reyna að halda uppi kennslu til kl. 12, en þá biðjum við foreldra að sækja börnin. Þetta á við um allt skólahald á Klébergi, leikskólann, grunnskólann og frístundaheimilið. Óljóst er með skólaakstur en ef veður leyfir verður keyrt heim kl. 12.

Meti foreldrar það svo að best sé að halda börnum heima vegna veðurs skulu þeir tilkynna skólanum um forföll barnsins og skoðast það þá af hálfu skólans sem eðlileg forföll.
https://reykjavik.is/sites/default/files/svid_skjol/SFS/baeklingar/roeskun_sk_lastarfi_til_starfsmanna_sk_la.pdf
Vegagerðin hefur gefið út viðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á því að veginum um Kjalarnes verði lokað á meðan veðrið gengur yfir (frá kl. 13 á þriðjudaginn til kl. 13 á miðvikudag). http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/frekari-upplysingar/aaetlun-um-lokanir-9-12-desember
Veðurútlitið á miðvikudaginn er ekki gott, því bið ég foreldra að fylgjast vel með veðrinu og tilkynningum frá skólanum.

Skólastjórnendur

(English)
Because of a very bad weather forecast, in the afternoon of Tuesday Desember 10th, the school is off at 12pm. Parents are acquired to come and drive their children home at noon, if they on one hand decide to send their children to school. If parents choose to not send them to school, please contact the school at the number 5666083.
Disruption of school operations and afterschool programs http://shs.is/wp-content/uploads/2019/01/Enskar%C3%B6skun-%C3%A1-sk%C3%B3lastarfi-07.01.19.pdf 
http://www.vegagerdin.is/  https://twitter.com/Vegagerdin/status/1203996919917363201

Principal of Klébergsskóli