Skip to content

Gulur, rauður, grænn og blár gerður af meistarans höndum!

Ekki var það regnboginn sem nemendur og foreldrar bjuggu til á jólaföndri Foreldrafélags Klébergsskóla í byrjun mánaðarins , heldur jólatré og -skreytingar og piparkökuhús. Verðlaun voru veitt fyrir hin ýmsu piparkökuhús, enda mikið í lagt.