Nemendaþing í Klébergsskóla

Nemendaþing var haldið í Klébergsskóla 19. nóvember, daginn fyrir 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nemendur í 5. – 10. bekk komu saman og fengu fræðslu um hvernig þeir geta komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri. Síðan ræddu þeir málefni sem nemendráðið og fulltrúar nemenda í skólaráði höfðu valið. Það sköpuðust góðar umræður og nú er komið að því að skoða allar fínu hugmyndirnar sem fram komu.
Til hamingju með Barnasáttmálann!