Skip to content

Vetrarfrí í Klébergsskóla

Vetur konungur er farinn að láta á sér kræla enda vetrarfrí í uppsiglingur hjá Klébergsskóla frá og með 24. október til og með 28. október.  Frístundaheimilið Kátakot, Félagsmiðstöðin Flógyn og Tónlistarskólinn á Klébergi verða einnig í vetrarfríi. Opið verður í Íþróttamiðstöðinni og Klébergslaug og Leikskólinn Berg verður einnig starfræktur á þessum tíma.

Við þökkum öllum sem heimsóttu okkur á stórafmælisdaginn á 90 ára afmæli Klébergsskóla þann 19. október síðastliðinn sem var hreint frábær.

Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. október og skrifstofan opnar kl. 8:00 sama dag.