Skip to content

Klébergsskóli 90 ára

Klébergsskóli 1929

Afmælishátíð verður haldin í Klébergsskóla laugardaginn 19. október 2019 kl. 13-15, en þann dag var barnaskólinn á Klébergi vígður fyrir 90 árum.  Þennan dag verður opið hús hjá okkur og margt skemmtilegt að sjá og upplifa í kennslustofum um allan skóla. Nemendur verða leiðsögumenn foreldra sinna en vikuna á undan verður sérstök afmælisþemavika með fræðslu og skemmtun.

Að sjálfsögðu verður glæsileg afmælisterta í boði fyrir alla!

Endilega láttu sjá þig!