Skip to content

91. Skólaárið að hefjast í Klébergsskóla

Klébergsskóli verður settur í 91. sinn fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl. 8:30 með stuttri kynningu í sal skólans. Svo fara foreldrar og nemendur með umsjónakennurum sínum í bekkjarstofur þar sem nánar verður rætt um skipulag skólaársins við hvern hóp fyrir sig.

Kennarar verða til viðtals í bekkjarstofum til kl. 10.
Þetta skólaár verða Erla og Heiðdís með umsjón í 1. – 3. bekk, Sandra verður með 4. bekk, Unnur verður með 5. og 6. bekk, Hugrún með 7. bekk og Linda og Lilja verða með umsjón í 8. – 10. bekk. 

Við minnum á skráningu í frístundaheimilið Kátakot fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og tónlistarskólann en það er mikilvægt að skráningar berist tímalega í gegnum rafræna Reykjavík.  Þar fer einnig fram skráning í mötuneyti fyrir nýja nemendur og allar breytingar á fyrri áskrift.


Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 23. ágúst kl. 8:15.