Skip to content

Skólasetning Klébergsskóla

Nú er sumarlokun á skrifstofu gengin í garð. Skólasetning Klébergsskóla fyrir skólaárið 2019-2020 verður fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8:30.

Sumarfrístund er í Frístundaheimilinu Kátakoti til 5. júlí og Leikskólinn Berg starfar einnig til þess tíma. Þá verður sumarlokun á þeim stöðum í 4 vikur og opna aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Hægt er að sækja um í sumarfrístund fyrir verðandi 1. bekkinga og nemendur sem fara í 2.-4. bekk frá 6. ágúst.

Íþróttamiðstöðin á Klébergi er opin í allt sumar með sumaropnunartíma:

mánudaga-fimmtudaga kl. 11:00-22:00
föstudaga-sunnudaga og frídaga kl. 11:00-18:00.