Skip to content

Skólaslit og útskrift – End of schoolyear and graduation

(English below)

Skólaslit Klébergsskóla fyrir 1.-7. bekk verða föstudaginn 7. júní kl. 16:30 og klukkustund síðar fyrir 8.-10. bekk en þá verður einnig útskrift 10. bekkjar. Nemendur eru að öðru leyti ekki í skólanum þennan dag.

Að athöfn lokinni fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í stofurnar og taka á móti vitnisburði vorannar. Eftir það eru nemendur 1.-7. bekkjar komnir í sumarfrí.

Skólaslit 8.-10. bekkjar verða einnig í sal skólans og hefjast kl. 17:30. Nemendur 10. bekkjar mæti kl. 17.

Að þessari athöfn lokinni eru nemendur 8. og 9. bekkjar komnir í sumarfrí en við tekur samverustund útskriftarnemenda með fjölskyldum sínum og starfsfólki skólans.

Kærar kveðjur,

Sigrún Anna

 

End of the school-year 2019

Klébergsskóli will end this school-year Friday, June 7th 2019. There will be no classes that day except for a ceremony in the main hall at 16:30 for 1st – 7th graders. Afterwards they will receive their testimony from their teachers in their classrooms and then their summer vacation begins.

At 17:30 the 8th – 10th graders will attend a ceremony where they will receive their testimony and the 10th graders will be graduated.  The 10th graders need to attend at 17:00 to prepare for the graduation.

After this ceremony the 8th and 9th graders are off to summervacation from school.  We will continue with the graduates and their families along with the school-staff and celebrate with them with a meal and coffee afterwards.

 

Kind regards,

Sigrún Anna
Principal of Klébergsskóli