Skip to content

Leikhúsferðin með 5. bekk

5. bekkur í Borgarleikhúsinu

Þann 8. maí fór 5. bekkur í Borgarleikhúsið, en á hverju ári er 5. bekk boðið á skólasýningu þar. Við fórum með strætisvagni í leikhúsið og gengum smáspöl frá stoppistöðinni að leikhúsinu. Áður en sýning hófst fengum við góða kynningu á leikhúsinu sjálfu, búningagerð, sviðsmunagerð og ýmsum tækniatriðum í byggingunni. Við sáum svo sýningu sem heitir Hamlet litli en þar eru aðeins þrír leikarar sem fara með öll hlutverkin í verkinu. Við skemmtum okkur öll vel. Eftir sýningu borðuðu krakkarnir nestið sitt og komu svo heim á Kjalarnes rétt fyrir hádegi.