Skip to content

,,Við viljum að allir séu vinir“

,,Við viljum engan konung í ávaxtakörfuna, við viljum að allir séu vinir“ sögðu gulræturnar sem höfðu verið settar í ávaxtakörfuna. Þetta var úr leikþætti 1.-3. bekkinga á árshátíð 1.-7. bekkjar Klébergsskóla.

4. og 5. bekkurinn flutti hluta af lögum úr Roy Rogers-leikþættinum og 6. og 7. bekkurinn útfærðu leikritið um öskubusku á nútímavísu.

Nokkrir nemendur Tónlistarskólans á Klébergi fluttu nokkur lög.

Kaffi og sætabrauð var svo í boði  eftir sýninguna 5.-7. bekkurinn seldi til styrktar 7. bekkjarnemendum næsta árs til að fara í skólabúðirnar að Reykjum.