Skip to content

Í beinni – Barnamenningarhátíð

Þriðjudaginn 9. apríl klukkan 11.30 fer fram opunarviðburður Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur í Eldborgarsal Hörpu. Hann verður einnig í beinni útsendingu á vef KrakkaRÚV. Með beinu útsendingunni er öllum börnum til sjávar og sveita gert kleift að fylgjast með viðburðinum og viljum við hvetja ykkur til að horfa á hann með börnunum í skólanum ef aðstæður leyfa.

Dagskrá viðburðarins:

·       Múla sextettinn opnar dagskrána með hressu lagi frá New Orleans í Bandaríkjunum

·       Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina í samstarfi við 4. bekki

·       Flautumaðurinn flippaði Gabor Vosteen flautar og fíflast

·       Sirkuslistafólk skemmtir áhorfendum með keilukasti og loftfimleikum

·       Dans Brynju Pétursdóttur láta drauma rætast í taktföstum dansi

·       Jón Jónsson flytur lag hátíðarinnar Draumar geta ræst

Kynnir er hinn mikli gleðigjafi Sigyn Blöndal fjölmiðlakona á KrakkaRÚV

Viðburðurinn er skipulagður fyrir fjórðu bekkinga í Reykjavíkurborg. Fjórðu bekkingar hafa fengið fræðslu og tekið þátt í undirbúningi m.a. með því að leggja til hugmyndir í lag sem samið var sérstaklega fyrir viðburðinn og fjórðu bekkinga. Nú hafa þau lært lagið og munu flytja það með Jóni Jónssyni í Hörpu. Það gæti verið skemmtilegt fyrir þá sem ætla að fylgjast með að vera búin að heyra það.  Hér má hlusta á lagið!