Skip to content

Árshátíðir framundan

Föstudagskvöldið 5. apríl er árshátíð unglinganna  í Klébergsskóla og er hefð fyrir því að bjóða 7. bekknum með. Sú hátíð hefst kl. 19:30 í sal Klébergsskóla og stendur fram til kl. 22:30.

Nemendur 1.-7. bekkjar verða svo með sína árshátíð fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:30. Æfingar á árshátíðaratriðum standa nú yfir og leikmunagerð komin í fullan gang. Generalprufa fyrir þá árshátíð er á fimmtudagsmorguninn næstkomandi, 11. apríl kl. 10 og þurfa þá allir nemendur að standa klárir á sínum atriðum og með þá búninga sem þau þurfa að koma með að heiman.

Þessi hátíð er stór stund í Klébergsskóla þar sem við komum prúðbúin og horfum á þau atriði sem nemendurnir hafa æft, sum svo vikum skiptir. Nokkrir nemendur í tónlistarskólanum munu líka flytja fyrir okkur tónverk.

5.-7. bekkur bjóða til kökuhlaðborðs eftir sýninguna fyrir 500kr.  á manninn (max. 1500kr. á kjarnafjölskyldu), sem rukkað er við innganginn (engin verðbólga hér, óbreytt verð til margra ára). Þetta er gert í fjáröfllunarskyni fyrir verðandi 7. bekk ár hvert og fer ágóðinn upp í gjaldið fyrir skólabúðirnar að Reykjum þegar 7. bekkurinn fer í sína árlegu viku þangað. Eingöngu er tekið við reiðufé, enginn posi á staðnum. Við vonum að þið sjáið ykkur fært að staldra við og styrkja krakkana í þessari fjáröflun og þiggja þessar veglegu veitingar á tombóluverði.

Hlökkum til að sjá sem flesta á hátíðinni.