Hraustir krakkar
Nemendur úr Klébergsskóla þreyttu keppni í skólahreysti í gær. Arndís (9.b.), Aþena (10.b.) (varamaður), Jóel (10.b.), Óliver (10.b.), Rakel (8.b.) o g Sölvi (10.b) (varamaður) voru í liði Klébergsskóla. Þar voru 8 aðrir skólar sem kepptu sín í milli, Hörðuvallaskóli, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Lágafellsskóli, Lindaskóli, Salaskóli Varmárskóli og Vatnsendaskóli.
Lindaskóli, Varmárskóli og Kársnesskóli fóru með sigur af hólmi (efsti fremst) og óskum við þeim til hamingju.
Liðið okkar lagði hart að sér og stóð sig vel. Við þökkum Klébergsliðinu fyrir sitt framlag fyrir okkar hönd.

Klébergsliðið í Skólahreysti