Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin í hverfi 4 – úrslit 2019

Mánudaginn 11. mars voru lokaúrslit í Stóru upplestarkeppninni í hverfi 4 (skólar í Grafarvogi og Klébergsskóli). Keppnin fór fram í Grafarvogskirkju og voru 14 nemendur frá 7 skólum sem kepptu. Þær Ingunn og Regína í 7.  bekk lásu texta og fóru með ljóð fyrir Klébergsskóla og stóðu sig með ágætum.

Allir þátttakendur  fengu bókaverðlaun frá Félagi íslenskra bókaútgefenda og þrír stigahæstu nemendurnir unnu til peningaverðlauna og voru það þær Inga Júlíana Jónsdóttir Foldaskóla (1. sæti), Sigríður Steingrímsdóttir úr Rimaskóla  (2. sæti) og Freyja Daníelsdóttir úr Kelduskóla (3. sæti).

Regína og Ingunn Þórey

Allir keppendur í undankeppninni í hverfi 4