Skip to content

Skráning í lengda viðveru fyrir jólafrí opin

Opnað hefur verið fyrir skráningu vegna lengri viðveru í jólafríi Klébergsskóla, dagarnir sem eru opnir í Kátakoti eru:
20. des., 21. des., 22. des. , 23. des., 27.des, 28.des, 29. des. og 30. des.

Kátakot er opið þessa daga frá kl: 8:00 – 17:00 nema aðfangadag og gamlársdag, þá daga er lokað. Skráning fyrir þessa daga er opin til 13. desember. þið hafið þann dag til miðnættis til að skrá barnið ef þið ætlið að nýta ykkur þessa daga. skráning fer fram á www.umsokn.fristund.is

Ef þjónusta er nýtt kl. 8.00-13.40 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það kr. 2.013 á dag og er þá talað um lengda viðveru. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilunum frá kl. 13.40-17.00. Óskað er eftir skráningu á þessa daga. Einnig er hægt að skrá þau börn eftir hádegi sem ekki eru skráð í vistun þann vikudag og greitt sérstaklega fyrir. Skráning á langa daga er bindandi og ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun þessa daga.

Ef þið lendið í einhverjum erfiðleikum með skráningarferlið, hafið þá endilega samband áður en umsóknarfrestur rennur út svo hægt sé að aðstoða ykkur. Eftir að umsóknarfrestur er liðinn er ekkert hægt að gera til að skrá barnið. Einnig vil ég minna á að það þarf að skrá öll börn þó þau eigi skráðan dag eftir hádegi og foreldrar ætla að nýta sér þann tíma.
Vinsamlegast gangið úr skugga um þegar barnið er skráð, að staðfesting hafi borist um skráningu.

Skilmálar:
Nesti: Barnið þarf að koma með nesti fyrir morgunhressingu og hádegishressingu
Frístundaheimilið sér um ávexti og síðdegishressingu.

Gjald fyrir langa daga er kr. 2.013 kr fyrir hádegi.
Ekki er greitt sérstaklega fyrir vistun eftir hádegi. Þetta á við um börn sem eru fyrirfram skráð í vistun á sama vikudegi og lengda viðveran er.

Börn sem ekki eru skráð ofangreindan dag greiða kr. 2.013 fyrir hádegi og kr. 2.013 eftir hádegi.
Innheimt er mánaðarlega fyrir langa daga.

Vinsamlegast veljið þann tíma dags sem barnið mætir og fer (innan afmarkaðs tíma):
Allan daginn 08:00-17:00
Fyrir hádegi: 08:00-13:40
Eftir hádegi: 13:40-17:00

Munið að klæða börnin eftir veðri, einnig er upplagt að mæta með sundföt þar sem okkur gefst alltaf kostur á að nýta sundlaugina.

Vinsamlegast látið vita fyrir kl. 9:00 ef barnið mætir ekki.

ATH! Ekki er tekið á móti óskráðum börnum.

Bestu Kveðjur. Birna
________________________________
Símar:
Kátakot GSM: 664-8270 ( á opnunartíma )
Skrifstofa skólans: 4117170 ( opið kl: 8:00 – 15:30 )