Íslenskuverðlaun unga fólksins
Íslenskuverðlaunin voru nú veitt í tólfta sinn í tilefni af degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlega árlega, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember.
Að þessu sinni voru það þrjár stúlkur í Klébergsskóla sem fengu verðlaunin, það voru þær:
Dögun París Morthens í 4. bekk, fyrir að vera mikill lestrarhestur, sýna mikla leikni í að túlka sögur í upplestri og miðla þeim á listrænan og ljóðrænan hátt.
Svana Laura Verwijnen í 7. bekk fyrir þrautseigju og metnað við að ná góðum tökum á íslensku á skömmum tíma og færni í tjáningu í ræðu og riti.
Hulda Björnsdóttir í 10. bekk fyrir gott vald á íslenskri tungu, skapandi skrif og mikla hæfileika í framsögn þar sem hún hrífur áheyrendur með sér.