Gullskórinn afhendur

Nú er nýlokið verkefninu ,,Göngum í skólann“. Gullskórinn er afhendur þeim bekk sem gengur oftast í skólann á tímabilinu. Þeir nemendur sem koma með skólarútunum fengu tækifæri á að taka þátt með því að ganga niður að brú og til baka í frímínútum, sem margur gerði. 6. og 7. bekkirnir hlutu ,,Gullskóinn“ að þessu sinni, en það munaði 0,1 stigi á þessum tveimur bekkjum. Við óskum þeim til hamingju og hvetjum þau til að halda áfram að ganga í skólann eða fá sér hressandi göngu í frímínútum.