Skip to content

Um Klébergsskóla

Klébergsskóli er elsti starfandi grunnskóli í Reykjavík og var elsta bygging skólans tekin í notkun 19. október 1929. Það húsnæði er enn í notkun. Skólinn er staðsettur rétt ofan við Kléberg á Kjalarnesi[1]. Nemendur sem sækja skólann koma úr  Kjalarnesi og Kjósarhreppi og þjónar Klébergsskóli því tveimur sveitarfélögum, Reykjavíkurborg og Kjósarhreppi. Skólabílar aka þeim nemendum í skólann sem búa utan Grundarhverfis, hvort sem það er á Kjalarnesi eða í Kjósarhreppi.

Með samningi ÍTR og Menntasviðs Reykjavíkur færðist starfsemi ÍTR á Kjalarnesi undir Klébergsskóla. Þar er um að ræða Íþróttamiðstöðina á Klébergi og Klébergslaug, Frístundaheimilið Kátakot og Félagsmiðstöðina Flógyn.

Leikskólinn Berg kom einnig undir hatt Klébergsskóla þ.e. stjórnun hans þann 1. september 2016.

Í Klébergsskóla er starfræktur tónlistarskóli, Tónlistarskólinn á Klébergi og sækja tónlistarnemendur námið á skólatíma aðallega.

Símar:

Skrifstofa: 566-6083

Frístundaheimilið Kátakot: 566-6083 (á skrifstofutíma) og farsími: 6648270

Umsjónarmaður skólahúss: 664-8272

Íþróttamiðstöðin á Klébergi og Klébergslaug: 566-6879

Rútubílstjórar (aka aðeins að skráðum lögheimilum í dreifbýli):

  • Kjósarhreppur: Hermann gsm. 897 2219
  • Kjalarnes efri leið: Reynir 892 3111 / Anna 865 2105
  • Kjalarnes neðri leið: Sigurður (Siggi) 892 3112 / Þorleifur 894 8801
    Vinsamlegast tilkynnið einnig rútubílstjóra forföll barns/barna(ef ekkert barn á  heimilinu fer með skólarútunni), að morgni, svo ekki þurfi að aka langa leið og grípa í tómt. Símanúmer rútubílstjóra fyrir efri leið er: Reynir 8923111 eða Anna 8991534, einnig er hægt að finna númer bílstjóra á netinu undir https://www.klebergsskoli.is/skolinn
    Please also notify the schoolbus-driver if a child/children(if all of the children from the same home are not going) is not going with the schoolbus in the morning. Busdrivers cellphone-number: Sigurður (Siggi) 8923112 or Þorleifur 8948801. Information about the busdrivers are also on the web https://www.klebergsskoli.is/skolinn

Tölvusamskipti:

Netföng ritara: hulda.thorsteinsdottir@rvkskolar.is  asta.hjalmarsdottir@rvkskolar.is

Netfang skólans: klebergsskoli@rvkskolar.is

Heimasíða skólans: www.klebergsskoli.is

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00 – 15:00 og á föstudögum frá 08:00 – 13:00.


[1] Kléberg kemur fyrir í Kjalnesingasögu þar sem aðalpersónan Búi Andríðarson verst fjendum sínum með slöngvuvaði. Falla þeir all nokkrir en Búi kemst undan.