Skip to content

Skólagögn, bækur og ritföng – Schoolbooks and -kits

(English below)

Kæru foreldrar!
Reykjavíkurborg mun útvega bækur og ritföng til afnota fyrir öll börn á grunnskólaaldri frá og með skólabyrjun eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Nemendur þurfa því ekki að kaupa ritföng og bækur fyrir skólabyrjun en áfram þurfa nemendur að koma með skólatösku og fatnað fyrir sund og íþróttir.

Nemendum ber að ganga vel um þessi gögn sem þeir fá afhend, þeir bera ábyrgð á þeim.
Nemendur unglingadeildarinnar fá til umráða vasareikna sem þeir taka með heim ef/þegar þeir þurfa á því að halda. Við hvetjum nemendur unglingadeildarinnar til að koma með pennaveski.
Umsjónarkennarar munu fara nánar yfir fyrirkomulag á úthlutun ritfanga en það er mismunandi fyrir hvert stig.

Fatnaður fyrir íþróttir, sund og almenna útiveru:
Nemendur eiga að koma með sundföt (stúlkur: sundbol – ekki bikiní) og íþróttaföt (innanhússkór er valkostur nemenda) samkvæmt stundatöflunni og útiföt eftir veðri. Mikið magn óskilamuna er sorglegt og því hvetjum við alla til að merkja flíkur og töskur/poka. Merktur fatnaður kemst frekar til skila.
Hlökkum til að sjá alla hressa og káta á skólasetningardaginn 22. ágúst kl. 8:30. Skólahald hefst svo fimmtudaginn 23. ágúst kl. 8:15 samkvæmt stundaskrá.

Bestu kveðjur,
Sigrún Anna
Skólastjóri Klébergsskóla

Dear parents!
This schoolyear, Reykjavík city will buy all school equipment (books, pencils, colors and etc.). Parents do not need to buy anything except a schoolbag and clothes for sport, swimming and outdoor activity. We will give students books and pencils and explain for them that they are responsible for handling it with care. The teacher will explain everything better.

Students in 8th to 10th grade will have a calculator for use and they can take it home for homework. We recommend that they bring a pencilcase to school.

Clothes for sport, swimming and outdoor activity:
Students are required to bring clothes for swimming and sport, girls need to bring swimsuit but not bikini and shoes for indoor sports are optional.

We recommend that all clothes and bags the children bring to school have their name on it so it will be easier to find their owner if they get lost.

We look forward to see you all on the 22nd of August, at 8:30. That day you will just meet the teachers and then we start school the day after at 8:15.
My best regards,
Sigrún Anna
Principal of Klébergsskóli

Sigrún Anna Ólafsdóttir
Klébergsskóli
sent úr Mentor.is