Skip to content

Um tónlistarskólann

Tónlistarkennsla Tónlistarskólans á Klébergi fer fram í Klébergsskóla. Kennt er á ásláttarhljóðfæri, blásturshljóðfæri, hljómborð, gítar og píanó auk kennslu í söng og raddbeitingu. Lagt er upp með að skólahljómsveit starfi í skólanum en nemendur eiga jafnframt kost á að æfa með Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Skólinn hefur útvegað nemendum blásturshljóðfæri en aðrir nemendur skólans nýta eigin hljóðfæri.  Skólagjöld eru greidd tvisvar á ári fyrir haust- og vorönn. Ef fleiri en einn nemandi úr fjölskyldu vill stunda nám í tónlistarskólanum er veittur 20% afsláttur eftir þann fyrsta. Hljóðfæraleiga er 2000kr (vor 2012) ef hljóðfæri er fengið að láni hjá skólanum fyrir tónlistarnámið. Hægt er að greiða fyrir námið með frístundastyrk – frístundakortinu –  frá Reykjavíkurborg.

Sótt er um í gegnum rafraen.reykjavik.is

Kennarar tónlistarskólans sjá einnig um tónmennt (blokkflauta) í 1. bekk.