Skip to content

Um Kátakot

Kátakot er frístundaheimilið við Klébergsskóla á Kjalarnesi og er staðsett í Klébergsskóla á stofugangi yngsta stigs, í tveimur innstu stofum vinstra megin á ganginum.

Síminn er: 5666083 á skrifstofutíma (8-15 mánud.-fimmtud. 8-13 föstud.) eða 6648270 á starfstíma Kátakots.

Verkefnastjóri Kátakots og tengiliður foreldra:

Birna Jóhanna Ragnarsdóttir
birna.johanna.ragnarsdottir@rvkskolar.is

Aðrir starfsmenn Kátakots:

Í Kátakoti er boðið upp á skipulagt frístundastarf og frjálsan leik. Litið er svo á að sá tími sem börnin dvelja hjá okkur sé þeirra frítími og því eðlilegt að þau hafi eitthvert val um hvernig honum skuli háttað.

Auk frjálsa leiksins verður byrjendalæsi inni í dagskrá Kátakots. Þetta er nýlunda og fékk Klébergsskóli styrk til að þjálfa starfsfólk og koma verkefninu á laggirnar.

Kátakot mun leggja áherslu á barnalýðræði auk jákvæðni og fjölbreytileika. Einnig er lögð áhersla á gott samstarf milli foreldra, frístundaheimilis og skóla.