mentor  vidbrogd vid ovedri  outlook mail logo info.gif

Úrslit - Göngum í skólann!

Gullskórinn 2017 006

Frá því 6. september til 20. september hefur verið átak í því að ganga í skólann í a.m.k. 70 skólum á landinu. Í Klébergsskóla hefur þátttakan verið góð og hver bekkur skráð sína þátttöku. Í dag voru úrslitin kynnt um hverjir tóku oftast þátt og hefur Klébergsskóli haft þann háttinn á að afhenda þeim bekk sem gekk oftast í skólann á tímabilinu svo kallaðan "Gullskó". Margir bekkir voru með nánast fullt hús. Þrír yngstu bekkirnir voru hnífjafnir með mesta þátttöku og kom það í hlut Þórkötlu í 3. bekk að veita Gullskónum viðtöku fyrir hönd 1., 2. og 3. bekkjar.

Við vonum að þetta verði áframhaldandi lífsstíll hjá nemendum og starfsfólki að hreyfa sig og ýmist að ganga eða hjóla til vinnu og/eða skóla eins og aðstæður leyfa.

Til hamingju 1., 2. og 3. bekkur!