mentor  vidbrogd vid ovedri  outlook mail logo info.gif

Skólaslit og útskrift

Skólaslit Klébergsskóla fyrir 1.-7. bekk verða miðvikudaginn 7. júní kl. 16:30 og klukkustund síðar fyrir 8.-10. bekk en þá verður einnig útskrift 10. bekkjar. Nemendur eru að öðru leyti ekki í skólanum þennan dag.

Að athöfn lokinni fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í stofurnar og taka á móti vitnisburði vorannar. Eftir það eru nemendur 1.-7. bekkjar komnir í sumarfrí.

Skólaslit 8.-10. bekkjar verða einnig í sal skólans og hefjast kl. 17:30. Nemendur 10. bekkjar mæti kl. 17.

Að þessari athöfn lokinni eru nemendur 8. og 9. bekkjar komnir í sumarfrí en við tekur samverustund útskriftarnemenda með fjölskyldum sínum og starfsfólki skólans.