mentor  vidbrogd vid ovedri  outlook mail logo info.gif

,,Heilahristingur"

Rauði krossinn í Mosfellsbæ í samstarfi við Bókasafn Mosfellsbæjar er með lestrar - og heimavinnuaðstoð á þriðjudögum frá 14-16:30 á bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2.

Heimanámsaðstoðin er samstarfsverkefni Bókasafns Mosfellsbæjar og Rauða krossins í Mosfellsbæ. Felst hún í að veita grunnskólanemendum úr 1. - 10. bekk aðstoð við lestur og heimanám með það að markmiði að styðja og styrkja nemendur í námi sínu en samhliða því fá þau tækifæri til að kynnast þeirri þjónustu sem bókasafnið býður upp á í tengslum við nám.

Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í Mosfellsbæ aðstoða og leiðbeina nemendum. Allir eru velkomnir sem aðstoð þurfa. Það verður létt og afslappað andrúmsloft þar sem hver og einn fer á sínum hraða. Þetta er tilvalið fyrir börn með námsörðugleika eða þá sem hafa íslensku sem annað tungumál - nú eða fyrir þá sem vilja klára lærdóminn snemma í vikunni.

Með þessum pósti er leitað eftir samstarfi við skólastjórnendur og kennara og þeir vinsamlega beðnir um að vísa nemendum, sem þeir telja að hafi þörf fyrir þessa þjónustu og tök á að mæta, á bókasafnið í Mosfellsbæ.

Þess má geta að Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur í þónokkur ár boðið upp á heimanámsaðstoð af þessu tagi undir heitinu "Heilahristingur" í samvinnu við Rauða krossinn í Reykjavík sem útvegar sjálfboðaliða í verkefnið. Þessi þjónusta hefur fallið í mjög góðan jarðveg og æ fleiri grunnskólanemendur nýta sér hana.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 898 6065