Klébergsskóli settur í 88. sinn

skolasetning2016 Sigrun skolastjoriÍ morgun var Klébergsskóli settur í 88. sinn. 120 nemendur verða við nám í Klébergsskóla í ár og mikið til sama starfsfólk. Sigrún Anna Ólafsdóttir, sem starfað hefur sem námsráðgjafi og aðstoðarskólastjóri, hefur nú verið ráðin sem framtíðarskólastjóri og mun leiða sameiningu á Leikskólanum Berg og "Klébergsskólatorfunni". Við óskum henni til hamingju með ráðninguna og velfarnaðar í starfi.

Skólastjóri á Kjalarnesi

Kæru nemendur og foreldrar nemenda í Klébergsskóla

Ákveðið hefur verið að ráða Sigrúnu Önnu Ólafsdóttur sem skólastjóra við sameinaðan leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla á Kjalarnesi frá og með 1. september 2016. Hún hefur lokið MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu af skólastarfi. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari í fjölda ára, náms- og starfsráðgjafi, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra við Klébergsskóla og er nú starfandi skólastjóri Klébergsskóla. Sigrún Anna hefur sýnt fram á leiðtogahæfileika, er traustur stjórnandi, fær í samskiptum og hefur menntun og reynslu til að þróa áfram metnaðarfullt, nemendamiðað skóla- og frístundastarf í samstarfi við starfsfólk, nemendur og foreldra

Við bjóðum Sigrúnu Önnu velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í störfum sínum.

Með bestu kveðju,

Helgi Grímsson

Sviðsstjóri

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur