mentor  vidbrogd vid ovedri  outlook mail logo info.gif

Leiksýning og kaffihúsastemning!

 Arshatid aefing 3

Nú fer að líða að hinni árlegu árshátíð nemenda í Klébergsskóla. Nemendur 1.-7. bekkjar verða með leiksýningu og skemmtiatriði og svo verður selt kaffi og kruðerí á eftir. Kaffigjaldið er 500kr á mann en mest 1500kr pr. kjarnafjölskyldu og er það rukkað við innganginn, eingöngu er tekið við reiðufé. Þetta er leið nemenda til að safna uppí skólabúðir sem 7. bekkur fer í á hverju ári á Reykjum í Hrútafirði. Nemendur 5., 6. og 7. bekkjar leggja sjálfir til bakkelsið og skólinn kostar drykkina. Ekki láta ykkur vanta á skemmtilega sýningu og leyfið ykkur að njóta kaffiveitinganna sem nemendur selja fyrir sanngjarnt verð. (myndin er af nemendum 6. bekkjar á æfingu fyrir árshátíðina)

Tuðfrítt uppeldi

Foreldrafélag Klébergsskóla býður foreldrum nemenda Klébergsskóla og gestum þeirra upp á fyrirlesturinn "Tuðfrítt uppeldi" miðvikudagskvöldið 22. mars kl. 19:30 í skólanum. Mikil ánægja hefur verið með fyrirlesturinn.  Hulda Snæberg Hauksdóttir fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri er með fyrirlesturinn og hefur haldið mörg örnámskeið fyrir foreldrar. Endilega nýtið ykkur þennan frábæra fyrirlestur.
Stjórn foreldrafélagsins