Hækkun fæðisgjalda og aukin gæði

In English   Polski

Borgarráð samþykkti á fundi 15. september sl. að frá og með 1. október 2016 hækki fæðisgjald í leik- og grunnskólum borgarinnar um 100 krónur á dag.

Hækkuninni mun alfarið renna til skólamötuneyta í kaup á hráefni. Þá verður 45 milljónum sem var hluti af hagræðingu vegna matarinnkaupa skilað til baka. Með þessu ætti að skapast svigrúm til að auka gæði matarins verulega.

Breytingin hefur það í för með sér að fæðisgjald vegna barna í leikskóla sem eru skráð í sjö til níu klukkustundir á dag hækkar úr 8.320 krónum á mánuði í 10.480 krónur á mánuði.

Verð fyrir máltíðir nemenda í grunnskólum borgarinnar hækkar úr 7.100 krónum í 9.270 á mánuði.

Framlag Reykjavíkur verður með þessu sambærilegt framlögum sveitarfélaga sem leggja mest í hráefnisframlög til skólamötuneyta. Leikskólagjöld og önnur gjöld vegna skólagöngu barna verða áfram með þeim lægstu á landinu.

Viðbót varðandi mötuneyti Klébergsskóla

Sérstaða Klébergsskóla er að bjóða upp á áskrift fjóra daga vikunnar og svo sér skráningu fyrir þá sem kjósa hádegismat á föstudögum.
Verð fyrir 4 daga var 5680 og verður því 7416 eftir hækkun. Föstudagsmaturinn var 1420 og verður 1854 kr. eftir hækkun.
Verð fyrir morgunhressinguna verður óbreytt sem og síðdegishressing í Kátakoti.

Sjá tilkynningu

Sjá einnig: http://reykjavik.is/frettir/haekkun-faedisgjalda-og-aukin-gaedi

,,Heilahristingur"

Rauði krossinn í Mosfellsbæ í samstarfi við Bókasafn Mosfellsbæjar er með lestrar - og heimavinnuaðstoð á þriðjudögum frá 14-16:30 á bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2.

Heimanámsaðstoðin er samstarfsverkefni Bókasafns Mosfellsbæjar og Rauða krossins í Mosfellsbæ. Felst hún í að veita grunnskólanemendum úr 1. - 10. bekk aðstoð við lestur og heimanám með það að markmiði að styðja og styrkja nemendur í námi sínu en samhliða því fá þau tækifæri til að kynnast þeirri þjónustu sem bókasafnið býður upp á í tengslum við nám.

Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í Mosfellsbæ aðstoða og leiðbeina nemendum. Allir eru velkomnir sem aðstoð þurfa. Það verður létt og afslappað andrúmsloft þar sem hver og einn fer á sínum hraða. Þetta er tilvalið fyrir börn með námsörðugleika eða þá sem hafa íslensku sem annað tungumál - nú eða fyrir þá sem vilja klára lærdóminn snemma í vikunni.

Með þessum pósti er leitað eftir samstarfi við skólastjórnendur og kennara og þeir vinsamlega beðnir um að vísa nemendum, sem þeir telja að hafi þörf fyrir þessa þjónustu og tök á að mæta, á bókasafnið í Mosfellsbæ.

Þess má geta að Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur í þónokkur ár boðið upp á heimanámsaðstoð af þessu tagi undir heitinu "Heilahristingur" í samvinnu við Rauða krossinn í Reykjavík sem útvegar sjálfboðaliða í verkefnið. Þessi þjónusta hefur fallið í mjög góðan jarðveg og æ fleiri grunnskólanemendur nýta sér hana.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 898 6065